Bjarkarstúlkur halda áfram að brillera! – Seinni hluti Þrepamóts

  • 10. febrúar, 2012

 Bjarkarstúlkur halda áfram að brillera! – Seinni hluti Þrepamóts

Bjarkarstúlkur héldu uppteknum hætti frá Þrepamóti FSÍ fyrir 2 vikum og héldu áfram að brillera á seinni hluta Þrepamóts FSÍ sem fram fór í glæsilegu fimleikahúsi Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ sl. helgi.

Að þesssu sinni var keppt í 5. þrepi stúlkna, í aldursflokkum 9, 10, 11 og 12 árra, og voru þátttakendur voru um 130 talsins frá 9 félögum, þar af 19 stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk.

Líkt og æfingafélagar þeirra gerðu á fyrri hluta mótsins stóðu stúlkurnar sig frábærlega.  Bjarkarstúlkur stóðu sig einstaklega vel í 5. þrepi 9 ára þar sem þær unnu 14 verðlaun af þeim 15 sem voru í boði.

HopmyndBjorkfixÍ 5. þrepi 9 ára sigraði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í fjölþraut auk þess sem hún varð í 1. sæti á stökki og á jafnvægisslá.

Önnur úrslit Bjarkarstúlkna urðu sem hér segir:

5. þrep 9 ára:
Vigdís Pálmadóttir, 1. sæti á tvíslá og á gólfi, 2. sæti á jafnvægisslá og í fjölþraut.
Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, 1. sæti á stökki, 2. sæti á gólfi og 3. sæti í fjölþraut.
Freyja Sævarsdóttir, 3. sæti á tvíslá og á jafnvægisslá.
Emelía Björt Sigurjónsdóttir, 18. sæti í fjölþraut.
Þórkatla Gyðja Ármannsdóttir, 30. sæti í fjölþraut.
Telma Ösp Jónsdóttir, 8. sæti í fjölþraut.
Andrea Marín Árnadóttir, 32. sæti í fjölþraut.
Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir, 27. sæti í fjölþraut.
Birta Líf Hannesdóttir, 9. sæti í fjölþraut.

5thr2Fix 5thr6fix 5thrJohElinFix5. þrep 10 ára:
Jóhanna Kristjánsdóttir, 1. sæti á gólfi.
Elín Ragnarsdóttir, 2. sæti á gólfi.
Guðlaug Hrefna Steinsdóttir, 46. sæti í fjölþraut.
Amanda Sif Ellertsdóttir, 47. sæti í fjölþraut.
Sara Sóley Jankovic, 39. sæti í fjölþraut.
Brynja Rut Hjartardóttir, 37. sæti í fjölþraut.
María Valgarðsdóttir, 43. sæti í fjölþraut.

5. þrep 11 ára:
Alda Björk Oddgeirsdóttir, 22. sæti í fjölþraut.
Þórdís Lilja Ólafsdóttir, 19. sæti í fjölþraut.