Freyja og Tristan Bjarkarmeistarar í áhaldafimleikum!

  • 10. febrúar, 2012

Freyja og Tristan Bjarkarmeistarar í áhaldafimleikum!

Fyrsti hluti Innanfélagsmóts í áhaldafimleikum fór fram í kvöld.  Keppt var í frjálsum æfingum, 1., 2., 3., og í 4. þrepi stúlkna og í 2., 3. og 4. þrepi pilta.  Keppendur voru 30 talsins (21 stúlka og 9 piltar).  Mótið fór vel fram og var mjög vel sótt.

Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Trisan Alex Kamban Jónsson urðu Bjarkarmeistarar með því að verða hlutskörpust í fjölþraut (Freyja í unglingaflokki í frjálsum æfingum og Trisan í 2. þrepi).

Sjá úrslit hér:

InnanfBjork12AllirFlKK

InnanfBjork12AllirFlKVK

Á morgun laugardag fer fram keppni í 5. þrepi pilta og stúlkna sem og í æfingamót hjá almennum fimleikahópum deildarinnar.

FreTri1Fix ThoTriStef1fix AndSnaeHild1fix BalOrrFanBre1fix Stelp500Fix