Innanfélagsmót í fimleikum – Almennir fimleikahópar

  • 12. febrúar, 2012

Innanfélagsmót í fimleikum – Almennir fimleikahópar

Allt að 300 börn og unglingar í almennum fimleikahópum (A-hópum) tóku þátt í Innanfélagsmóti fimleikadeildar í gær .  Iðkendur í almennum hópum geta verið á öllum aldri.  Oftast er ekki um keppni að ræða heldur frekar sýning þar sem iðkendur sýna foreldrum sýnum hvað þau hafa verið að læra í vetur.  Allir fara heim með viðurkenningarpening í farteskinu.

Í einstaka hópum keppa iðkendur sín á milli, t.d. í einfaldari útgáfu af 5. þrepi íslensks fimleikastigans eða í æfingum sem þjálfarinn ákveður hverju sinni (stundum í samvinnu við iðkendur).  Eftirfarandi eru úrslit í þess háttar keppnum sem fram fóru í gær:

A-Pæjur1 kepptu í 5. þrepi-létt:
1. sæti – Telma Lind Andrésardóttir og Ellen Lana Kamban Gunnarsdóttir
2. sæti – Vala Ástrós Bjarnadóttir
3. sæti – Karólína Lýðsdóttir

A-Pæjur3 kepptu einnig í 5. þrepi-létt:
1. sæti – Svanhildur Ýr Sigurjónsdóttir
2. sæti – Edda Sóley Arnardóttir
3. sæti – Arna Ýr Bergsdóttir

A-Gaurar1 kepptu í frjálsum æfingum á trampólíni og á gólfi:
1. sæti – Alex Már Júlíusson
2. sæti – Máni Eyþórsson
3. sæti – Óskar Ísak Guðjónsson

Allir í ofangreindum hópum fengu viðurkenningarmedalíu fyrir sína þátttöku í mótinu.

StelpJafnv2Fix Strakar3fix SteHandHlinFix