Aðalfundur félagsins og einstakra deilda þess!
Aðalfundur félagsins og einstakra deilda þess!
Vekjum athygli á aðalfundum félagsins og deilda þess, sjá hér að neðan, og hvetjum alla sem áhuga hafa á starfsseminni að láta sjá sig:
Aðalfundur Fimleikafélagsins Björk:
Aðalfundur Fimleikafélagsins Björk verður haldinn fimmtudaginn 8. mars nk. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Fundurinn hefst kl. 20.00 í félagsrými Íþróttamiðstöðvarinnar Björk.
Aðalfundur Klifurdeildar:
Aðalfundur Klifurdeildar verður haldinn miðvikudaginn 22. feb. nk og hefst kl. 20.00 í félagsrými Íþróttamiðstöðvarinnar Björk.
Aðalfundur Taekwondodeildar:
Aðalfundur Taekwondodeildar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars nk og hefst kl. 20.00 í félagsrými Íþróttamiðstöðvarinnar Björk (fundartími og staðsetning fundar er að vísu óstaðfest 14. feb. en dagsetning er staðfest).
Aðalfundur Fimleikadeildar:
Aðalfundur Fimleikadeildar verður haldinn mánudaginn 5. mars nk og hefst kl. 20.00 í félagsrými Íþróttamiðstöðvarinnar Björk.