Bjarkarstúlkur í baráttunni um 1. sætið í frjálsum æfingum – Bikarmót í áhaldafimleikum

  • 27. febrúar, 2012

Bjarkarstúlkur í baráttunni um 1. sætið í frjálsum æfingum – Bikarmót í áhaldafimleikum

tn_500x_1635-0Bjarkarstúlkur sýndu glæsilega fimleika í frjálsum æfingum á Bikarmótinu í áhaldafimleikum um helgina og veittu Gerplustúlkum harða keppni um titilinn.  Þrátt fyrir góð tilþrif urðu þær þó að sætta sig við 2. sætið.  Ármann hafnaði síðan í 3. sæti.

Í liði Bjarkanna voru þær (frá vinstri sjá mynd hér að ofan) Birna Rós Stefánsdóttir, Andrea Rós Jónsdóttir, Þórey Kristinsdóttir og Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir.  Allar gerðu þær mjög vel og sýndu góð tilþrif.  Þær hafa verið að bæta sig talsvert síðustu vikur og mánuði og voru sumar að gera nýjar æfingar sem oftast gengu mjög vel.  Síðasta áhald þeirra var gólfæfingar þar sem þær stóðu allar sín stökk með glæsibrag.  Gerplustúlkur eru hins vegar með hörku gott og reynslumikið lið og þær stóðust pressuna á heimavelli og sigruðu að lokum.

Sjá nánari úrslit hér!

Góð stemming var á meðal fjölda áhorfenda í Versölum í Kópavogi enda fátt jafn gaman og að horfa á glæsilega fimleika.