Björk fremst í flokki glæsilegra fimleikakrakka! – Íslandsmótið í þrepum – MYNDBÖND!
Björk fremst í flokki glæsilegra fimleikakrakka! – Íslandsmótið í þrepum – MYNDBÖND!
Það voru glæsilegir fimleikakrakkar frá flestum félögum landsins sem sýndu listir sínar á fjölum Íþróttamiðstöðvarinnar Björk í gær. Þá fór fram Íslandsmót í þrepum íslenska fimleikastigans sem er úrslitarkeppni þar sem ákveðinn fjöldi einstaklinga í hverju þrepi hafði tryggt sér þátttökurétt eftir mót vetrarins.
Keppendur voru um 130 talsins (um 40 piltar og 90 stúlkur) og komu frá 9 félögum þ.e. frá Ármanni, Björk, Fylki, Fjölni, FIMAK (Akureyri), Gerplu, Gróttu, Keflavík og Stjörnunni. Allir lögðu sig fram og gerðu sitt besta. Áhorfendur fylltu stúku Bjarkarsalarins í öllum þremur hlutum mótsins. Stemmingin var góð og áhorfendur virtust skemmta sér vel.
Keppendur frá Björk stóðu sig vonum framar og voru fremst í flokki glæsilegra fimleikakrakka. Af tíu Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru féllu fimm í hlut Bjarkar. Stúlkurnar voru nánast óstöðvandi og unnu fjóra af fimm titlum. Vigdís Pálmadóttir sigraði í 5. þrepi, Margrét Lea Kristinsdóttir sigraði í 4. þrepi, Nína María Guðnadóttir sigraði í 2. þrepi og Kristjana Ýr Kristinsdóttir sigraði í 1. þrepi. Tristan Alex Kamban Jónsson sigraði svo í 2. þrepi pilta.
Öll önnur gullverðlaun í piltaflokki féllu í hlut Gerplu en í 3. þrepi stúlkna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með glæsibrag.
Aðrir Bjarkarkrakkar sem stóðu á palli í gær voru þær Jóhanna Kristjánsdóttir, 3. sæti í 5. þrepi, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 2. sæti í 5. þrepi, Guðný Björk Stefánsdóttir, 3. sæti í 4. þrepi og Stefán Ingvarsson, 2. sæti í 2. þrepi.
Aðrir fulltrúar frá Björk stóðu sig einnig frábærlega (sæti í fjölþraut):
Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, 5. þrep, 4. sæti
Freyja Sævarsdóttir, 5. þrep, 9. sæti
Telma Ösp Jónsdóttir, 5. þrep, 13. sæti
Jónína Marín Benediktsdóttir, 4. þrep, 7. sæti
Sara Mist Arnar, 4. þrep, 10. sæti
Ragna Dúa Þórsdóttir, 4. þrep, 14. sæti
Snædís Ósk Hjartardóttir, 3. þrep, 5. sæti
Steinunn Anna Svansdóttir, 2. þrep, 5. sæti
Einar Dagur Blandon, 5. þrep, 12. sæti
Fannar Logi Hannesson, 4. þrep, 7. sæti
Breki Snorrason, 4. þrep, 4. sæti
Orri Geir Andrésson, 4. þrep, 6. sæti
Baldvin Bjarki Gunnarsson, 4. þrep, 9. sæti
Þorsteinn Hálfdánarson, 2. þrep, 5. sæti
Það er ánægjulegt að sjá hve mörg félög ná að koma sínum keppendum inná svo sterkt mót sem þetta. Það sýnir vel mikinn metnað í starfi þessar félaga. Það verður að hrósa sérstaklega minni félögunum með sína flottu fimleikakrakka (t.d. Fjölni, Keflavík, FIMAK, Gróttu) að þessu leiti því það er ekki sjálfgefið að félög haldi úti kostnaðarsömu starfi sem uppbygging á afreksfólki í fimleikum óneitanlega er.
Öll úrslit hér:
Myndin efst sýnir Íslandsmeistara okkar frá því í gær (frá vinstri): Tristan Alex Jónsson Kamban (2. þrep), Kristjana Ýr Kristinsdóttir (1. þrep), Nína María Guðnadóttir (2. þrep), Margrét Lea Kristinsdóttir (4. þrep) og Vigdís Pálmadóttir (5. þrep).