Mílanó meistaramót – Kristjana Ýr sigurvegari í unglingaflokki!

  • 1. apríl, 2012

 Mílanó meistaramót – Kristjana Ýr sigurvegari í unglingaflokki!

Mílanó meistaramót í áhaldafimleikum var haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk í dag.  Mótið er á vegum Fimleikasambands Íslands (FSÍ) þar sem eingöngu er keppt í frjálsum æfingum og verðlaun veitt á öllum áhöldum ásamt því sem Mílanómeistarar eru kríndir í fjölþraut í öllum flokkum.  Flokkarnir sem keppt er í eru þrír.  Stúlknamegin var keppt í flokki fullorðinna, unglingaflokki og í stúlknaflokki.  Piltamegin er sömuleiðis keppt í flokki fullorðinna, í unglingaflokki og í drengjaflokki.

tn_500x_1655-0Innflutningsaðilinn á Mílanó fimleikafatnaði, Fimleikavörur ehf, var eins og áður, aðalstyrktaraðili mótsins og gaf m.a. sigurvegurum í fjölþraut gjafabréf fyrir úttekt á vörum úr verslun sinni.

Keppendur frá Fimleikafélaginu Björk voru 7 talsins á mótinu, fjórar stúlkur og þrír drengir.  Árangur Bjarkarstúlkna í unglingaflokki var sérlega glæsilegur þar sem Kristjana Ýr sigraði, Andrea Rós varð í þriðja sæti og Steinunn Anna í því fjórða.

Hjá stúlkunum varð sigurvegari í flokki fullorðinna Jóhanna Rakel Jónasdóttir og í flokki stúlkna Andrea Rún Þorvaldsdóttir, báðar frá Ármanni.  Sigurvegarar piltamegin komu allir frá Ármanni.  Það voru þeir Sindri Steinn Davíðsson Díegó (flokkur fullorðinna), Sigurður Andrés Sigurðarson (unglingaflokkur) og Daníel Orri Ómarsson (drengjaflokkur).

 

 

 

Eftirfarandi var gengi Bjarkarkeppenda á mótinu:

Þórey Kristinsdóttir, fullorðinsflokkur, 2. sæti á stökki, 6. sæti í fjölþraut.
Andrea Rós Jónsdóttir, unglingaflokkur, 2. sæti jafnvægisslá, 2. sæti á gólfi, 3. sæti í fjölþraut.
Steinunn Anna Svansdóttir, unglingaflokkur, 2. sæti á stökki, 3. sæti á tvíslá, 4. sæti í fjölþraut.
Kristjana Ýr Kristinsdóttir, unglingaflokkur, 2. sæti tvíslá, 3. sæti jafnvægisslá, 1. sæti gólf, 1. sæti í fjölþraut.

Tristan Alex Kamban Jónsson, drengjaflokkur, 3. sæti hringir, 1. sæti tvíslá, 2. sæti svifrá, 3. sæti í fjölþraut.
Stefán Ingvarsson, drengjaflokkur, 3. sæti á bogahesti (keppti bara á bogahesti).
Þorsteinn Hálfdánarson, unglingaflokkur, 8. sæti í fjölþraut.

Mótið gekk vel fyrir sig og áhorfendur, sem fylltu bekkina í Bjarkarsal, gátu séð margt af því besta sem í boði er í áhaldafimleikum á Íslandi.

Fimleikafélagið Björk þakkar þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að framkvæmd mótsins kærlega fyrir vel unnin störf.

Sjá öll úrslit hér:  kk12-14ara kk15-18ara kk19ara+ kvk12arayngri kvk13-15ara kvk16ara+