Fimm frá Björk valin í landslið Íslands í áhaldafimleikum!

  • 10. apríl, 2012

Fimm frá Björk valin í landslið Íslands í áhaldafimleikum!

Þau Andrea Rós Jónsdóttir, Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Þórey Kristinsdóttir, Stefán Ingvarsson og Tristan Alex Jónsson Kamban, öll frá Fimleikafélaginu Björk, hafa verið valin í landslið Íslands sem taka munu þátt í stórum verkefnum erlendis á næstu vikum.

tn_500x_1657-0Unglingalandsliðið í stúlknaflokki mun fyrri partinn í maí taka þátt í Evrópumóti unglinga sem fram fer í Belgíu.  Þær Andrea Rós Jónsdóttir og Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir úr Björk hafa báðar verið valdar í liðið.  Auk þeirra eru þær Katrín Myrra Þrastardóttir (Ármanni) og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir (Gerplu), í liðinu.  Fimleikasamband Íslands hefur einnig tilnefnt Dmitry Varonin, þjálfarann okkar frá Björkunum, sem þjálfara liðsins á mótinu.

Í landslið fullorðinna, sem tekur þátt í Norðurlandamóti sem fram fer í Danmörku þann 21.-22. april nk, var einnig valin stúlka frá Björkunum sem varamaður, Þórey Kristinsdóttir.  Annars er liðið þannig skipað: Embla Jóhannesdóttir (Gróttu), Jóhanna Rakel Jónasdóttir (Ármanni), Norma Dögg Róbertsdóttir (Gerplu), Thelma Rut Hermannsdóttir (Gerplu) og Tinna Óðinsdóttir (Gerplu).

Drengjalandslið Íslands (12-14 ára) í piltaflokki hefur einnig verið valið.  Það lið mun einnig taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Danmörku á sama tíma og Norðurlandamót fullorðinna (sjá hér að ofan).  Tveir piltar úr Björkunum hafa verið valdir í það lið.  Það eru þeir Stefán Ingvarsson og Tristan Alex Jónsson Kamban.  Auk þeirra voru valdir fjórir aðrir piltar sem allir koma úr Ármanni: Adam Elí Inguson Arnaldsson, Aron Freyr Axelsson, Daníel Orri Ómarsson og Egill Gunnar Kristjánsson.

Við hjá Fimleikafélaginu Björk erum mjög stolt af þessum glæsilegu fulltrúum okkar með landsliðum Íslands á alþjóðlegum vettvangi og óskum þeim lukku á þeim stórmótum sem framundan eru.

Myndin er af Andreu Rós í afstökki á tvíslá á Íslandsmótinu í fimleikum frá því í mars sl., þar sem hún varð Íslandsmeistari unglinga.  Dmitry Varonin þjálfari hennar fylgist vel með.