Tristan og Stefán stóðu sig mjög vel! – Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum

  • 21. apríl, 2012

Tristan og Stefán stóðu sig mjög vel! – Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum

Bjarkarstrákarnir Tristan Alex Kamban Jónsson og Stefán Ingvarsson kepptu með drengjalandsliði Íslands (12-14 ára) á Norðurlandamótinu sem fram fór núna um helgina í Greve í Danmörku.

Tristan var með hæstu einkunn íslensku drengjanna í fjölþrautarkeppninni og hafnaði í 16. sæti.  Stefán sem keppti á fjórum áhöldum stóð sig einnig frábærlega og var með hæstu einkunn liðsins á bogahesti, í hringjum og á tvíslá (ásamt Tristani þar).  Báðir náðu þeir inn í úrslit á áhöldum, Stefán á hringjum og á tvíslá og Tristan á tvíslá.

Í úrslitum sem fram fóru á sunnudeginum stóðu piltarnir sig aftur mjög vel.  Stefán varð í 6. sæti í hringjum og í 8. sæti á tvíslá og Trisan varð í 7. sæti á tvíslá.  Flottur árangur hjá þeim.

Íslenska liðið hafnaði í 5. sæti í liðakeppninni, aðeins 0,25 stigum á eftir Dönum sem urðu í 4. sæti.  Svíar voru í nokkrum sérflokki og sigruðu með yfirburðum, Norðmenn urðu í öðru sæti og Finnar í því þriðja.  Í einstaklingskeppninni voru sænskir drengir í fjórum efstu sætunum.

Aðrir keppendur íslenska liðsins voru þeir Egill Gunnar Kristjánsson (Ármanni), 18. sæti fjölþraut og úrslit á stökki og svifrá, Daníel Orri Ómarsson, Ármanni, 22. sæti fjölþraut, úrslit á gólfi og stökki, Aron Freyr Axelsson, Ármanni, 24. sæti fjölþraut og loks Bjarni Geir Halldórsson (Ármanni), keppti ekki á öllum áhöldum en komst í úrslit á gólfi.

Mót þetta fer fram á sama tíma og Norðurlandamót fullorðinna.  Í þeirri keppni eiga Bjarkirnar fulltrúa sem er Þórey Kristinsdóttir en hún er varamaður í því liði og ólíklegt að hún keppi.  Nánar um úrslit í þeirri keppni síðar.

Öll úrslit af Norðurlandamótinu sem fram fór í Danmörku sl. helgi hér!U14Hopm2Fix

Myndir af drengjalandsliði Íslands hér að neðan ásamt þjálfurum sínum þeim t.v. Axeli Bragasyni (Ármanni) og t.h. Vladimir Zaytsev (Björk).