Pæjur á palli! – Áhaldafimleikar
Pæjur á palli! – Áhaldafimleikar
Yngstu Bjarkarstúlkurnar sem margar hverjar eru að taka sín fyrstu spor í keppni hafa staðið sig frábærlega á boðsmótum sem haldin hafa verið undanfarnar vikur. Þetta eru stúlkur úr pæjuhópum félagsins, flestar á aldrinum 7 til 9 ára en einnig taka þátt eldri stúlkur. Á þessum mótum er keppt í liðakeppni og allir fara heim með verðlaun.
Á sumardaginn fyrsta hélt Stjarnan svokallað Ponsumót. Á því móti átti Fimleikafélagið Björk um 70 fulltrúa sem allar stóðu sig glymrandi vel og voru félagi sínu til sóma. Lið Bjarkanna sigraði í flokki A- og B-æfinga á þessu móti og náðu auk þess 3. sæti í flokki C eldri og yngri. Myndin hér að ofan er af hluta þeirra stúlkna sem þátt tóku í þessu móti. Auk stúlkna frá Björk voru þátttakendur frá Keflavík og svo auðvitað Stjörnunni.
Gerpla hélt svokallað Garpamót Gerplu helgina 14.-15. apríl sl. Mótið var mjög fjölmennt þar sem um 400 keppendur mættu til leiks frá 7 félögum. Þar stóðu Bjarkarstúlkur sig einnig frábærlega og urðu í 1. sæti í liðakeppni í 5. þrepi og einnig í 4. þrepi. Sjá hluta Bjarkarstúlkna sem tók þátt í Garpamóti Gerplu hér að neðan: