Freyja og Andrea stóðu sig vel á sínu fyrsta RISAmóti – Áhaldafimleikar
Freyja og Andrea stóðu sig vel á sínu fyrsta RISAmóti – Áhaldafimleikar
Bjarkarstúlkurnar Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Andrea Rós Jónsdóttir luku keppni á sínu fyrsta RISAmóti í gær þegar þær kepptu fyrir hönd unglingalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fer þessa dagana í Brussel í Belgíu.
Freyja fékk hæstu einkunn íslensku stúlknanna í fjölþraut þar sem hún varð í 51. sæti af 65 keppendum. Andrea keppti á þremur áhöldum (af fjórum) og stóð sig með mikilli prýði. Liðið endaði í 17. sæti af 20 liðum, t.a.m. nokkrum stigum á undan frændum okkar Norðmönnum.
Það er ánægjulegt fyrir Fimleikafélagið Björk að eiga nú þátttakendur á nýjan leik á einu af sterkustu mótum heims í áhaldafimleikum og eitthvað sem félagið má vera stolt yfir.
Í dag keppti landslið Íslands í fullorðinsflokki. Þær stóðu sig mjög vel, urðu í 24. sæti af 27 liðum.
Það er gjarnan talað um að stærstu mótin í fimleikunum séu Evrópumót, Heimsmeistaramót og Ólympíuleikar. Það má því segja að þær hafi þá keppt á sínu fyrsta RISA móti. Freyja tók þó þátt í gríðalega sterku móti í fyrra sumar, Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar, sem fram fór í Tyrklandi. Það má því segja að Freyja hafi þrátt fyrir ungan aldur öðlast töluverða reynslu á alþjóðlegum stórmótum sem eflaust mun nýtast henni þegar fram í sækir.
Sjá frétt af mótinu á vef mbl.is hér!
Nánar um úrslit af mótinu hér!
Á myndinni sem fylgir fréttinni er Freyja lengst til hægri og Andrea önnur frá vinstri.