Útivistardagur í Heiðmörk – Allir velkomnir!
Á miðvikudaginn í næstu viku þ.e. þann 30. maí ætlum við að halda ÚTIVISTARDAG í Heiðmörk. Allir iðkendur í öllum deildum félagsins eru velkomnir, foreldrar líka.
Þeir sem ætla að mæta skrái sig sem fyrst á fbjork@fbjork.is, í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 28. maí. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita fjölda þátttakenda fyrirfram.
Dagskrá dagsins verður sem hér segir:
Kl. 15.00 – Rúta leggur af stað frá Íþróttamiðstöðinni Björk
Kl. 15.15-16.45 – Hlaup, leikir og fleira skemmtilegt í Heiðmörk
Kl. 17.30 (upphaflega áætlað kl. 17) – Komið til baka í Íþróttamiðstöðina Björk.
Fyrir þá sem vilja hlaupa (vonandi sem flestir) eru þrjár leiðir í boði:
Bláa leiðin, ca. 5 km (fara út úr rútu við Maríuvelli)
Rauða leiðin, ca. 2,5 km.
Gula leiðin, ca. 1 km.
Hægt að skrá sig í hlaupin á æfingu (hjá Hlín Árnad. eða hjá þjálfara sínum).
Verðlaun fyrir alla sem taka þátt í hlaupum.
Rútan keyrir hópinn upp að bílaplaninu.
Frítt í rútuna fyrir börnin, 500 kr. fyrir fullorðna.
Allir verða að passa að klæða sig eftir veðri og hafa með sér smá nesti. Farið verður í leiki á stóra túninu og ratleiki fyrir yngri börnin inni í skógi.
Starfsfólk Fimleikafélagsins Björk sem mun mæta verða Hlín Árnad., Hildur Vilhelmsd., Ásta Björk, Þórunn, Hildur Ketilsd., Andrea, o.fl.
Hvetjum alla til að mæta!