Haustönn fer af stað!

  • 27. ágúst, 2012

 Haustönn fer af stað!

Haustönn Fimleikafélagsins Björk fer af stað í dag.  Allar deildir félagsins byrja í dag samkvæmt stundarskrá nema Taekwondodeild, hún fer af stað eftir viku þ.e. 3. sept.

Allir iðkendur sem skráð hafa sig áfram frá vorönn eiga nú að vera komnir í hópa.  Stundarskrár eru aðgengilegar inni á heimasíðu félagsins, undir hverri deild fyrir sig (tímatöflur).  Það eru ennþá u.þ.b. 20 nýskráðir í fimleikadeild sem eiga eftir að fá pláss í hóp en það mun vonandi ganga eftir núna í vikunni.

Fjöldi nýskráninga er í deildir félagsins.  Það hefur aðeins vantað uppá að manna stöður þjálfara í fimleikadeild og þar að leiðandi hafa einstaka hópar þurft að byrja tímabilið með færri æfingatíma en þeir gerðu á vorönn.  Í þeim tilvikum er stefnt að því að fjölga æfingatímum þegar á líður önnina ef við sjáum fram á að geta fjölgað þjálfurum.

Iðkendur eða forráðamenn þeirra hafa eflaust ýmsar spurningar eða óskir um breytingar á tímum barna sinna.  Í þeim tilvikum biðjum við fólk um að sýna þolinmæði.  Sendið tölvupósta á viðkomandi yfirþjálfara og þeir munu svara og/eða reyna að verða við óskum hvers og eins ef hægt er.  Eftirfarandi eru yfirþjálfarar í deildum félagsins:

Fimleikadeild:
Forskólahópar:  Hildur Vilhelmsdóttir – hildurvil@gmail.com
Ponsur: Hafdís Jónsdóttir – hafdisjons@gmail.com
Pæjur: Lára Huld Ólafsdóttir – larahuldo@gmail.com
Guttar og gaurar:  Guðjón Guðmundsson – fbjork@fbjork.is
V-og M-hópar áhaldafimleikar – heidarlundur4@simnet.is
Hópfimleikar – (ekki kominn yfirþjálfari) – fbjork@fbjork.is

Klifurdeild:
Sigríður Kristín Hafþórsdóttir – diddastina@gmail.com

Almenningsdeild:
Parkor – Óli Tómas Freysson – olitomas@olitomas.is
Fitkid – Andrea Nemeth – nislandi@gmail.com
Leikskólahópar – Guðrún Bjarnadóttir – gudrun@snyrtihornid.is

Taekwondodeild:
Gauti Már Guðnason – gautim@simnet.is