Norðurlandamót í áhaldafimleikum – Haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk!

  • 8. september, 2012

Norðurlandamót í áhaldafimleikum – Haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk!tn_500x_1703-0

Þann 6.-7. október nk mun Fimleikafélagið Björk halda Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum.  Bestu fimleikamenn Norðurlanda á aldrinum 13-16 ára munu taka þátt í mótinu.

Mótið stendur yfir í tvo daga.  Á laugardeginum er keppt í fjölþraut og þá verður krýndur Norðurlandameistari drengja ásamt því sem úrslit í liðakeppni verða þá ljós.  Á sunnudeginum er síðan keppt til úrslita á áhöldum.

Keppendur frá öllum Norðurlöndum taka þátt þ.e. frá Svíðþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og svo auðvitað frá Íslandi.  Það er sérlega ánægjulegt að Færeyjingar senda nú lið í fyrsta skipti á Norðurlandamót.

Mikill undirbúningur fer nú fram hjá Fimleikafélaginu Björk fyrir mótið og munu væntanlega þegar upp er staðið um 30 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd þess.  Þó svo mótið sé ekki stórt í sniðum hvað fjölda þátttakenda snertir er það mikill heiður fyrir lítið fimleikafélag eins og Fimleikafélagið Björk að halda landskeppni eins og þessa og allir leggja sig fram um að gera það með sóma.

Nánar um dagskrá mótsins, hér:

Laugardagur:
10.30-12.30  –  Fjölþraut í einstaklinigs- og liðakeppni.  Fyrri hluti móts, lið frá Noregi, ÍSLANDI og Finnlandi keppa.
14.00           –  Setning mótsins.
14.15-16.15  –  Fjölþraut í einstaklings- og liðakeppni.  Seinni hluti móts, lið frá Svíðþjóð, Danmörku og Færeyjum keppa.

Sunnudagur:
10.30-13.00  –  Úrslit á einstökum áhöldum.