Norðurlandamót drengja – Æfingar í fimleikadeild falla niður frá fimmtudegi til sunnudags!

  • 29. september, 2012

 Norðurlandamót drengja – Æfingar í fimleikadeild falla niður frá fimmtudegi til sunnudags!

Næstu helgi, þ.e. helgina 6.-7. okt., mun Fimleikafélagið Björk halda Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum, sjá betur hér!

Vegna þessa munu æfingar falla niður hjá öllum hópum í Fimleikadeild og Almenningsdeild (parkor, fitkid og leikskólahópar) frá fimmtudeginum 4. okt. til sunnudagsins 7. okt.  Auk þess munu hópar í Klifurdeild og í Taekwondodeild ekki geta æft í Bjarkarsal (stóra salnum) né Andrasal frá föstudeginum 5. okt. til sunnudagsins.

Um leið og okkur þykir leitt að fella niður æfingar hjá iðkendum þá er félagið mjög stolt yfir því að halda landskeppni af stærðargráðu sem þessari.  Við hvetjum alla að koma og sjá framtíðarstjörnur Norðurlanda í áhaldafimleikum karla leiða saman hesta sína.  Þess má geta að Fimleikafélagið Björk á verðugan fulltrúa á þessu móti sem er Stefán Ingvarsson en hann hefur valinn í 6 manna lið Íslands á þessu móti.