Stefán keppir með drengjalandsliði Íslands á heimavelli næstu helgi!

  • 30. september, 2012

Stefán keppir með drengjalandsliði Íslands á heimavelli næstu helgi!

Stefán Ingvarsson, fimleikamaður hjá okkur í Fimleikafélaginu Björk, hefur verið valinn til að keppa með drengjalandsliði Íslands á Norðurlandamóti sem haldið verður í Íþróttamiðstöðinni Björk næstu helgi.

tn_500x_1712-0Aðrir sem skipa landslið Íslands í þessum aldursflokki (13-16 ára) eru: Valgarð Reinhardsson, Gerplu, Eyþór Örn Baldursson, Gerplu, Hrannar Jónsson, Gerplu, Egill Kristjánsson, Ármanni og Orri Steinn Guðfinnsson, Ármanni.  Landsliðsþjálfari í þessu verkefni er Gennadyi Zadorozhnyy.

Við hvetjum sem flesta til að koma og sjá fimleikapilta framtíðarinnar.  Sjá nánar um mótið hér!