Fimleikar – Fín frammistaða á fyrsta móti vetrarins!

  • 1. október, 2012

Fimleikar – Fín frammistaða á fyrsta móti vetrarins!

Fimleikafélagið Björk átti fjóra fulltrúa á fyrsta fimleikamóti vetrarins, Arionbankamótinu, sem fram fór í fimleikahúsi Ármenninga sl. laugardag.  Þetta voru þau Kristjana Ýr Kristinsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Nína María Guðnadóttir og Stefán Ingvarsson.  Keppt var í frjálsum æfingum og voru þær Kristjana og Steinunn í flokki stúlkna 13-15 ára, Nína í flokki 12 ára og yngri og Stefán í flokki pilta 12-14 ára.

tn_500x_1713-0Frammistaða þeirra allra var til mikillar fyrirmyndar.  Eingöngu var keppt til verðlauna á áhöldum.  Stefán sigraði á tveimur áhöldum þ.e. á bogahesti og á tvíslá.  Nína sigraði í gólfæfingum og varð í 2. sæti á jafnvægisslá og á stökki.  Kristjana varð í 2. sæti á öllum áhöldum og Steinunn sigraði í æfingum á jafnvægisslá.

Sjá nánar um úrslit mótsins hér!

Keppendur voru rúmlega 40 talsins, þar af 10 strákar.  Mótið gekk mjög vel fyrir sig og lofar góðu fyrir keppnistímabilið.

Myndin hér að ofan er af þeim (frá vinstri) Kristjönu Ýr, Nínu Maríu og Steinunni Önnu.