Svíar tóku gullin sem í boði voru! – Norðurlandamót drengja í fimleikum

  • 6. október, 2012

Svíar tóku gullin sem í boði voru! – Norðurlandamót drengja í fimleikum

Fimleikafélagið Björk heldur núna um helgina Norðurlandamót drengja (13-16 ára) í áhaldafimleikum.  Í dag fór fram keppni í fjölþraut sem og keppni í einstaklingskeppni.  Svíar áttu góðan dag og sigruðu bæði í liðakeppni sem og í einstaklingskeppninni.

Í liðakeppninni urðu Nortn_500x_1714-0ðmenn í 2. sæti og Danir í því þriðja.  Ísland lenti síðan í 4. sæti á undan Finnlandi (5. sæti) og Færeyjingum (6. sæti).  Í einstaklingskeppninni var það hinn ungi Kim Vanström sem sigraði, landi hans William Broman varð í 2. sæti og Daninn Stig Hartvig Kjeldsen hafnaði í 3. sæti.  Af íslensku keppendunum náði Valgarð Reinhardsson (kemur frá Gerplu) lengst íslensku keppendanna en hann hafnaði í 8. sæti (af 34 keppendum).  Stefán Ingvarsson, fulltrúi Fimleikafélagins Björk, stóð vel og var félagi sínu og íslenska landsliðinu til sóma.

Á morgun fer fram keppni í úrslitum á áhöldum.  Þar eigum við Íslendingar einstaklinga í úrslitum á öllum áhöldum nema á gólfi og því ennþá góðir möguleikar á verðlaunum.

Erlendu gestir okkar hrósuðu framkvæmd mótsins mjög sem og þeir sem á horfðu.  Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og þakkar Fimlekafélagið Björk öllum sjálboðaliðum sem að mótinu komu (alls um 30 manns) kærlega fyrir veitta aðstoð í dag og aftur á morgun.  Án þeirra væri ekki hægt að halda mót sem þetta.