Eyþór Örn fékk brons á stökki – Norðurlandamót drengja í fimleikum

  • 9. október, 2012

 Eyþór Örn fékk brons á stökki – Norðurlandamót drengja í fimleikum

Eyþór Örn Baldursson vann til bronsverðlauna á Norðurlandamóti drengja sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni Björk núna um helgina.  Glæsilegur árangur hjá honum.

Eyþór Örn (sem kemur frá Íþróttafélaginu Gerplu) fékk 13,50 í meðaleinkunn fyrir bæði stökkin sín.  Það var Finninn Emil Soravou sem sigraði og Daninn Stig H. Kjeldsen hafnaði í 2. sæti.  Þetta voru einu verðlaunin sem íslenska drengjalandsliðið fékk á mótinu.  Svíar voru í nokkrum sérflokki í úrslitum á áhöldum eins og þeir voru í fjölþrautinni daginn áður.  Þeir fengu þrjú gull (á bogahesti, tvíslá og svifrá), Norðmenn eitt (á gólfi), Danir eitt (í hringjum) og Finnar eitt eins og áður sagði.

Öll úrslit er hægt að nálgast hér!tn_500x_1716-0
Mótið gekk í alla staði mjög vel.  Um 50 sjálfboðaliðar koma að móti sem þessu og eiga þeir allir mikið hrós skilið fyrir frábært framlag.

Myndin hér að ofan sýnir verðlaunahafa á stökki í úrslitum á áhöldum, Eyþór Örn lengst til hægri.