Bjarkarstúlkur með flest gullverðlaun! – Haustmót I í áhaldafimleikum

  • 28. október, 2012

Bjarkarstúlkur með flest gullverðlaun! – Haustmót I í áhaldafimleikum

Bjarkarstúlkur stóðu sig frábærlega á Haustmóti I í áhaldafimleikum sem fram fór síðastliðinn laugardag.  Þær unnu til 14 gullverðlauna af þeim 30 sem í boði voru og höfðu satt best að segja talsverða yfirburði í nokkrum flokkum.  Gerpla kom næst með 7 gullverðlaun.  Auk gullverðlaunanna fengu Bjarkarstúlkur 7 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun.

Stúlkurnar sem allar stóðu sig svo frábærlega voru:
Þórey Kristinsdóttir (frjálsar æfingar fullorðinna), 1. sæti gólf, 3. sæti stökk og 2. sæti í fjölþraut.
Freyja Húnfjörð Jósefsdóttir (frjálsar æfingar unglinga), 1. sæti tvíslá og 1. sæti slá.
Kristjana Ýr Kristinsdóttir (frjálsar æfingar unglinga), 1. sæti gólf, 2. sæti stökk, 2. sæti tvíslá, 2. sæti slá og 1. sæti fjölþraut.
Steinunn Anna Svansdóttir (1. þrep 13 ára og eldri), 1. sæti stökk, 2. sæti gólf og 3. sæti í fjölþraut.
Nína María Guðnadóttir (1. þrep 12 ára og yngri), 1. sæti stökk, 1. sæti tvíslá, 1. sæti slá, 3. sæti gólf og 1. sæti í fjölþraut.
Margrét Lea Kristinsdóttir (2. þrep 12 ára og yngri), 1. sæti stökk, 1. sæti tvíslá, 1. sæti slá, 2. sæti gólf og 1. sæti í fjölþraut.
Snædís Ósk Hjartardóttir (2. þrep 12 ára og yngri).

Sjá öll úrslit hér!

Að þessu sinni tóku engir piltar frá Fimleikafélaginu Björk þátt í mótinu.

Mótið er fyrra mótið af tveimur Haustmótum.  Seinna mótið fer fram næstu helgi á Akureyri og þar eru skráðir til leiks 10 piltar og 27 stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk og spennandi verður að fylgjast með hvernig þeim vegnar.

tn_500x_1723-0Á myndinni hér að ofan eru þær (frá vinstri) Kristjana Ýr, Freyja Húnfjörð, Þórey, Nína María og Steinunn Anna.