Skoðanakönun meðal nemenda – Fimleikafélagið Björk kemur mjög vel út!

  • 14. nóvember, 2012

Skoðanakönun meðal nemenda – Fimleikafélagið Björk kemur mjög vel út!

Fimleikafélagið Björk kemur mjög vel út úr skoðanakönnun sem gerð er meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Hafnarfirði.

Í öllum spurningum sem lagðar eru fyrir nemendur er viðhorf þeirra sem æfa hjá Fimleikafélaginu Björk jákvæðara til síns félags en það er hjá þeim sem æfa hjá öðrum félögum innan ÍBH.

Dæmi úr könnuninni:

Björk ÍBH Landið í heild
Ég er ánægð/ur með íþróttafélagið mitt 91% 89% 85%
Ég er ánægð/ur með þjálfarann minn 92% 88% 85%
Ég er ánægð/ur með æfingaaðstöðuna 84% 79% 78%

Könnunin er framkvæmd af Rannsóknum og greininu við Háskólann í Reykjavík.  Spurninganar eru mótðar af fagfólki í félags- og heilbrigðisvísindunum.

Niðurstöður könnunarinnar sýna hvert félag í samanburði við ÍBH og niðurstöður ÍBH eru síðan bornar saman við niðurstöður fyrir landið í heild.  Í heildina svöruðu rúmlega 11 þúsund nemendur þeim spurningum sem lagðar voru fyrir.  Þar af voru 46 piltar og 31 stúlka sem æfa hjá Fimleikafélaginu Björk sem er nokkuð hátt hlutfall iðkenda á þessum aldri sem æfa hjá félaginu.