Gott gengi Bjarkarfólks í Taekwondo á Scottish Open 2012

  • 22. nóvember, 2012

 Gott gengi Bjarkarfólks í Taekwondo á Scottish Open 2012

Um helgina 17. og 18. nóvember fór hópur keppenda á vegum landsliðsins í Taekwondo frá Íslandi til Skotlands og kepptu á Scottish Open 2012.  Með í för voru 3 keppendur úr Taekwondo deild Fimleikafélagsins Björk, þau Sigurður Pálsson, Hrafnhildur Rafnsdóttir og Aníta Viggósdóttir.

Stóðu þau sig með miklum ágætum og fengu öll verðlaun í sínum flokkum í keppni í bardaga.  Aníta gull en Hrafnhildur og Sigurður silfur eftir langa og stranga keppni.

Óskum við í Taekwondo deild Fimleikafélagsins Björk þeim til hamingju með árangurinn um helgina.tn_500x_1736-0

Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim (frá vinstri) Anítu Viggósdóttur, Hrafnhildi Rafnsdóttur og Sigurði Pálssyni.