Bjarkarstúlkur stóðu sig með prýði! – Haustmót FSÍ í hópfimleikum

  • 27. nóvember, 2012

Bjarkarstúlkur stóðu sig með prýði! – Haustmót FSÍ í hópfimleikum

Hópfimleikastúlkurnar úr V-hóp1 stóðu sig frábærlega á Haustmóti FSÍ sem fram fór í Gerplu síðastiðna helgi.  Þær kepptu í 3. flokki og höfnuðu í 4. sæti. Liðið varð í 3. sæti á gólfi, 4. sæti á dýnu og í 3. sæti á trampólíni.  Sex lið tóku þátt en lið frá Selfossi fagnaði sigri og lið frá Akranesi varð í 2. sæti.

Stúlkurnar úr V-hóp2 tóku einnig þátt í mótinu og kepptu í 4. flokki.  Þær stóðu sig einnig prýðilega.  Sérstaklega gekk þeim vel á dýnu þar sem þær voru margar hverjar að gera nýjar æfingr í fyrsta skpti sem gengu mjög vel.  Þær enduðu þó í 8. sæti (af 8 liðum).  Þetta eru efnilegar stúlkur sem eiga mikið inni og framtíðin því björt.  Í þessum flokki urðu stúlkur frá Akureyri hlutskarpastar.

Sjá upplýsingar um öll úrslit hér!

tn_500x_1740-0