Freyja keppti á sterku boðsmóti í Belgíu – Áhaldafimleikar

  • 28. nóvember, 2012

Freyja keppti á sterku boðsmóti í Belgíu – Áhaldafimleikar

tn_500x_1742-0Bjarkarstúlkan Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir keppti á sterku boðsmóti í Belgíu sl. helgi ásamt félaga sínum í Unglingalandsliði Íslands í áhaldafimleiku, Sigríði Bergþórsdóttur (frá Gerplu).  Það er mikill heiður fyrir þær stöllur að vera boðið þá þetta mót en mótshaldari greiðir uppihald og fæði þeirra sem boðin er þátttaka.  Dmitry Voronin, þjálfari Freyju, fór með þeim stöllum út sem þjálfari.

Margar mjög öflugar fimleikastúlkur voru mættar til leiks á þessu móti m.a. frá Kanada, Sviss, Frakklandi, Rúmeníu, Suður Afríku, og frá fleiri þjóðum.  Þeim stöllum gekk ekki alveg nægjanlega vel og urðu í 22. (Freyja) og 23. sæti (Sigríður) af 23. keppendum í fjölþraut  Besti árangur Freyju var 14. sæti á stökki og besti árangur Sigríðar var 15. sæti á jafnvægisslá.

Freyja er þessar vikurnar að æfa margar nýjar æfingar sem hún prufaði á þessu móti en er ekki orðin nægjanlega örugg á.  Mótið mun þó nýtast þeim vel til lengri tíma því þær munu eflaust hafa lært mikið af því að taka þátt í svo sterku móti.

Hægt að sækja upplýsingar um mótið hér!

Myndin sem fylgir fréttinni er af Freyju í afstökki af tvíslá á Íslandsmótinu á þessu ári ásamt þjálfara sínum, Dmitry Voronin.