Tristan og Freyja Bjarkarmeistarar! – Innanfélagsmót í áhaldafimleikum

  • 19. janúar, 2013

Tristan og Freyja Bjarkarmeistarar! – Innanfélagsmót í áhaldafimleikum

Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Tristan Alex Kamban Jónsson urðu Bjarkarmeistarar í áhaldafimleikum á I. hluta Innanfélagsmóts fimleikadeildar sem fram fór núna um helgina.

Freyja háði harða keppni við stöllu sýna, Þóreyju Kristinsdóttur, en að lokum skildi að hærri einkunn Freyju á tvíslá.  Hjá strákunum börust Tristan og Stefán Ingvarsson um titilinn.  Tristan hafði að lokum betur með góðum æfingum á gólfi sem var síðasta áhaldið hjá strákunum.

tn_500x_1773-0Á föstudagskvöldinu kepptu stúlkurnar í frjálsum æfingum og í 1.,2., 3. og 4. þrepi.  Sigurvegarar urðu þá þessir:Frjálsar æfingar, fullorðinsflokkur:  Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir.
Frjálsar æfingar, unglingaflokkur:  Kristjana Ýr Kristinsdóttir.
1. þrep: Steinunn Anna Svansdóttir.
2. þrep: Margrét Lea Kristinsdóttir.
3. þrep, 12-13 ára: Jónína Benediktsdóttir.
3. þrep, 10-11 ára: Sara Mist Arnar.
4. þrep, 12-13 ára: Bergþóra Karen Jónasdóttir.
4. þrep, 10-11 ára: Elín Ragnarsdóttir.
4. þrep, 10 ára: Vigdís Pálmadóttir.

Í dag laugardag var keppt í 1., 3. og 5. þrepi pilta og í 5. þrepi stúlkna. Úrslit dagsins hér:

1. þrep: Tristan Alex Kamban Jónsson
3. þrep: Baldvin Bjarki Gunnarsson.
5. þrep, 11 ára: Einar Dagur Blandon.
5. þrep, 10 ára: Egill Ari Hreiðarsson.
5. þrep, 9 ara: Vigfús Haukur Hauksson.

5. þrep, 11 ára: María Valgarðsdótir.
5. þrep, 10 ára: Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir.
5. þrep, 9 ara: Helena Hauksdóttir.

Rauðmerktir keppendur hér að ofan fengu hæstu einkunn í sínu þrepi/frjálsum æfingum og fengu bikar i verðlaun.

Öll úrslit hér:
Stúlkur
Piltar