Þrepamót FSÍ í áhaldafimleikum í Björk næstu helgi!

  • 24. janúar, 2013

Þrepamót FSÍ í áhaldafimleikum í Björk næstu helgi!

Fimleikafélagið Björk heldur nk laugardag 1. hluta Þrepamóts FSÍ.  Keppt er í 1. og 2. þrepi íslenska fimleikastigans.  Mótið hefst kl. 12.30 og áætluð mótslok eru kl. 15.30.

tn_500x_1782-0Skráðar eru til leiks tæplega 40 stúlkur og um 20 piltar, þar af 7 keppendur frá Fimleikafélaginu Björk.  Óskum við þeim öllum góðs gengis.

Aðgangseyrir á mótið er kr. 1.000,- per mann.  Frítt fyrir börn 14 ára og yngri.  Allir vekomnir!

Myndin sem fylgir fréttinni er af setningu Innanfélagsmóts félagsins í áhaldafimleikum sem fram fór síðustu helgi.  Þórey Kristinsdóttir framkvæmir fánakveðju.