Þrepamót FSÍ – 1. og 2. þrep – Björk vann helming gullverðlauna!

  • 27. janúar, 2013

 Þrepamót FSÍ – 1. og 2. þrep – Björk vann helming gullverðlauna!

Fimleikafélagið Björk hélt um síðastliðna helgi II. hluta Þrepamóts FSÍ þar sem keppt var í 1. og 2. þrepi pilta og stúlkna.  Til leiks voru skráðir tæplega 60 keppendur frá 8 félögum, þar af um 40 stúlkur.

Frá Fimleikafélaginu Björk tóku þátt sjö keppendur, 4 stúlkur og 3 strákar.  Þau stóðu sig öll frábærlega og höfðu í lok dagsins unnið til nær hellming þeirra gullverðlauna sem í boði voru á mótinu.

Í 2. þrepi, flokki 12 ára og yngri, sigraði Margrét Lea Kristinsóttir í fjölþraut auk þess sem hún vann gullverðlaun á öllum áhöldum nema tvíslá þar sem hún hafnaði í 2. sæti.  Í sama aldursflokki fékk Snædís Ósk Hjartardóttir bronsverðlaun á gólfi.  Nína María Guðnadóttir keppti í 1. þrepi stúlkna 13 ára og yngri þar sem hún vann öll 5 gullverðlaunin sem í boði voru.  Steinunn Anna Svansdóttir keppti i 1. þrepi stúlkna 14 ára og eldri.  Hún sigraði í fjölþraut auk þess sem hún vann gullverðaun á stökki og á gólfi, 2. sæti á tvíslá og 3. sæti á jafnvægisslá.

Piltarnir voru engir eftirbátar stúlknanna.  Tristan Alex Kamban Jónsson og Stefán Ingvarsson kepptu i 1. þrepi, 15 ára og yngri.  Tristan sigraði í fjölþraut, vann gull á bogahesti og svifrá, 2. sæti á tvíslá og 3. sæti á gólfi og í hringjum.  Stefán, sem keppti á 4 áhöldum, fékk gull á tvíslá, varð í 2. sæti á svifrá og í 3. sæti á bogahesti.  Þorsteinn Hálfdánarson keppti í flokki 16 ára og eldri.  Heldur óvenjuleg staða var í þeim flokki þar sem upphaflega voru 5 keppendur skráðir þar til leiks en enginn mætti nema okkar maður, Þorsteinn.  Hann keppti og stóð sig vel á öllum áhöldum og fékk þar með gull þeim öllum sem og í fjölþraut.

Aðrir sigurvegarar í fjölþraut voru Nanna Guðmundsdóttir Gróttu (2. þrep, 13 ára), Lilja Björk Ólafsdóttir Keflavík (2. þrep 14 ára og eldri), Martin Bjarni Guðmundsson Gerplu (2. þrep, 14 ára og yngri) og Arnþór Daði Jónasson (2. þrep, 15 ára og eldri).

Hér að neðan má sjá úrslit af mótinu:

 

Öll úrslit hér

Str400Fixtn_500x_1783-0

Á myndinni sem fylgir fréttinni eru þær (frá vinstri) Steinunn Anna, Nína María, Snædís Ósk og Margrét Lea. Þorsteinn, Stefán og Tristan