Bikarmót FSÍ fer fram í Björk næstu helgi!

  • 14. febrúar, 2013

 Bikarmót FSÍ fer fram í Björk næstu helgi!

Bikarmót FSÍ fer fram í Íþróttamiðstöðinni Björk næstu helgi, 16.-17. febrúar.  Keppt er í liðakeppni pilta og stúlkna í 1., 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans ásamt því sem keppt er í frjálsum æfingum.

I. hluti mótsins hefst á laugardagsmorgninum kl. 9.30 þar sem keppt verður í 3. þrepi pilta og stúlkna.
II. hluti mótsins er síðan eftir hádegi á laugardeginum og hefst keppni kl. 13.00.  Þá er keppt í 2. þrepi pilta og stúlkna.
III. og siðasti hluti mótsins fer síðan fram á sunnudaginum eftir hád. og hefst keppni kl. 14.00.  Þá leiðir saman hesta sína fremsta fimleikafólk landsins og keppir í frjálsum æfingum.

Áhugafólk um fimleika eru hvattir til að mæta.  Allir velkomnir.  Aðgangseyrir kr. 1.000,- per mann, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér!