Bjarkarstúlkur stóðu sig frábærlega! – Íslandsmót unglinga í hópfimleikum

  • 4. mars, 2013

Bjarkarstúlkur stóðu sig frábærlega! – Íslandsmót unglinga í hópfimleikum

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fór fram núna um helgina í Ásgarði í Garðabæ í umsjón fimleikadeildar Stjörnunnar.  Yfir 50 lið mættu til leiks frá 11 félögum en keppt var í 5 mismunandi getuflokkum kvenna, karla og blandaðra liða.

tn_500x_1804-0Bjarkarstúlkur úr V-hóp1 tóku þátt á mótinu og kepptu í 2. flokki.  Þær stóðu sig frábærlega og lentu í 5. sæti í samanlögðu af 11 liðum sem tóku þátt.  Þeim gekk best í keppni á dýnu þar sem hópurinn var með 2. hæstu einkunn.  Glæsilegur árangur þetta hjá stúlkunum sem lofar góðu fyrir framhaldið.  Lið frá Gerplu1 varð í 1. sæti, Stjarnan varð í 2. sæti og í 3. sæti varð lið frá Selfossi.

Nánari fréttir af mótinu og úrslit eru að finn hér!