Björk með silfur og brons – Bikarmót FSÍ í 4. og 5. þrepi

  • 7. mars, 2013

Björk með silfur og brons – Bikarmót FSÍ í 4. og 5. þrepi

Lokahluti Bikarmóts Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram síðustu helgi í umsjá Ármenninga.  Að þessu sinni kepptu lið stúlkna og pilta í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans.

Fimleikafélagið Björk sendi til leiks eitt lið í 5. þrepi hjá piltum og tvö lið í 4. og 5. þrepi stúlkna.

Bjarkarpiltar sýndu frábæra fimleika í 5. þrepi og háðu harða baráttu við Gerplupilta um gullið.  Að lokum fór svo að Gerpla sigraði með tæplega 3ja stiga mun.  Í 3. sæti hafnaði lið Ármanns, Fylkir kom þar rétt á eftir í 4. sæti, lið nr. 2 frá Gerplu varð í 5. sæti og Keflavík hafnaði síðan i 6. sæti.  Það var virkilega gaman að sjá tvö ný lið í keppni í þrepum þar sem Fylkir og Keflavík eru.  Keflavík hefur aldrei áður haft lið í áhaldafimleikum karla og fyrir þá sem og fimleikahreyfinguna í heild sinni var þetta stór og ánægjulegur viðburður.  Piltarnir sem kepptu fyrir Fimleikafélagið Björk voru þeir Vigfús Haukur Hauksson, Egill Ari Hreiðarsson, Einar Dagur Blandon, Steinar Þór Harðarson og Helgi Valur Ingólfsson.  Auk þeirra kepptu Bjarkarpiltarnir Ísar Máni Ellertsson og Steindór Máni Auðunsson sem gestir á mótinu.

Bjarkarstúlkur í 4. þrepi stóðu sig einnig mjög vel.  Annað liðið varð í 3. sæti og hitt liðið í því 6., af 15 liðum sem tóku þátt.  Frábær frammistaða það.  Stúlkurnar frá Björk voru þær Emelía Björt Sigurjónsdóttir, Freyja Sævarsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, Vigdís Pálmadóttir, Hekla Ýr Þorsteinsóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Ásta Þórunn Vilbergsdóttir, Elín Ragnarsdóttir og Embla Guðmundsdóttir.  Auk ofangreindra stúlkna kepptu sem gestir þær Bergþóra Karen Jónasdóttir, Birta Líf Hannesdóttir og Þórdís Lilja Ólafsdóttir.

Liðin tvö frá Björk stóðu einnig fyrir sínu í 5. þrepi og höfnuðu í 6. og 19. sæti af 20 liðum.  Þetta voru þær Brynhildur Gíga Ingvarsdóttir, Helena Hauksdóttir, María Valgarðsdóttir, Sara Sóley Jancovic, Þórkatla Gyðja Ármannsdóttir, Karólína Lýðsdóttir, Ellen Lana Kamban Gunnarsdóttir, Guðlaug Hrefna Steinsdóttir, Victoria Zaytseva og Amanda Sif Ellertsdóttir.  Einnig tók þátt sem gestur Lovísa Björt Davíðsdóttir.

Öll úrslit hér!tn_500x_1808-0

Myndin sem fylgir frétt er af þeim (frá vinstri) Steinari Þór, Steindóri Mána, Einari Dag, Agli Ara og Helga Val.