Björk vinnur sex Íslandsmeistaratitla – Íslandmótið í þrepum

  • 18. mars, 2013

Björk vinnur sex Íslandsmeistaratitla – Íslandmótið í þrepum

Fimleikafélagið Björk vann til sex Íslandsmeistaratitla á Íslandsmótinu í þrepum sem fram fór í Laugarbóli (Ármanni) nú um helgina.  Keppt var til úrslita í fjölþraut í þrepum íslenska fimleikastigans hjá piltum og stúlkum í mismunandi aldursflokkum.  216 keppendur frá 10 félögum voru skráðir til leiks þ.a. 162 í stúlknaflokki.  Frá Fimleikafélaginu Björk voru skráðir til leiks 28 keppendur.

Keppendur frá Fimleikafélaginu Björk stóðu sig feykivel og héldu heim í Hafnarfjörð með sex Íslandsmeistaratitla:
Nína María Guðnadóttir, 1. þrep 13 ára og yngri.
Steinunn Anna Svansdóttir, 1. þrep 14 ára og eldri.
Margrét Lea Kristinsdóttir, 2. þrep12 ára og yngri.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 4. þrep 10 ára og yngri.
Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir, 5.þrep 10 ára
Einar Dagur Blandon, 5. þrep 11 ára og eldri

tn_500x_1816-0Aðrir keppendur frá Fimleikafélaginu Björk sem öll stóðu sig svo frábærlega voru:
Sara Sóley Jankovic, 5. þrep 11 ára, 8. sæti.
María Valgarðsdóttir 5. þrep 11 ára, 3. sæti.
Helena Hauksdóttir, 5. þrep 9 ára, 3. sæti.
Ásta Þórunn Vilbergsdóttir, 4. þrep 13 ára og eldri, 8. sæti.
Jóhanna Kristjánsdóttir, 4. þrep 11 ára, 8. sæti.
Elín Ragnarsdóttir, 4. þrep 11 ára, 13. sæti.
Emilía Björt Sigurjónsdóttir, 4. þrep 10 ára og yngri, 3. sæti.
Guðrún Edda Min Harðardóttir, 4. þrep 10 ára og yngri, 4. sæti.
Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, 4. þrep 10 ára og yngri, 10. sæti.
Vigdís Pálmadóttir, 4. þrep 10 ára og yngri, 2. sæti.
Freyja Sævarsdóttir, 4. þrep 10 ára og yngri, 6. sæti.
Jónína Marín Benediktsdóttir, 3. þrep, 13 ára og eldri, 3. sæti.
Sara Mist Arnar, 3. þrep 12 ára og yngri, 7. sæti.
Egill Ari Hreiðarsson, 5. þrep 10 ára og yngri, 9. sæti.
Steinar Þór Harðarson, 5. þrep 11 ára og eldri, 5. sæti.
Helgi Valur Ingólfsson, 5. þrep 11 ára og eldri, 2. sæti.
Baldvin Bjarki Gunnarsson, 3. þrep 12 ára og yngri, 4. sæti.
Fannar Logi Hannesson, 3. þrep 12 ára og yngri, 3. sæti.
Þorsteinn Hálfdánarson, 1. þrep, 15 ára og eldri, 4. sæti.
Tristan Alex Kamban Jónsson, 1. þrep 15 ára og eldri, 2. sæti.
Stefán Ingvarsson, 1. þrep 15 ára og eldri, 3. sæti.

Nú eru Íslandsmót í fjölþraut í frjálsum æfingum og í þrepum lokið.  Af sautján Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru hjá stúlkunum fengu Bjarkarstúlkur flesta titla eða sex talsins.  Ármann vann fjóra titla, Gerpla þrjá, Stjarnan tvo og Grótta og Keflavík einn titil hvor.  Piltamegin hefur Gerpla talsverða yfirburði með níu titla af þeim tólf sem í boði voru, Ármann var með tvo og Björk síðan með einn Íslandsmeistaratitil.

Öll úrslit af mótinu hér!

Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim (frá vinstri) Helenu Hauksdóttur, Brynhildi Gígju Ingvarsdóttur, Maríu Valgarðsdóttur og Söru Sóleyju Jankovic, sem allar kepptu í 5. þrepi.