Aníta Björt Bjarkarmeistari í hópfimleikum – Innanfélagsmót fimleikadeildar

  • 25. mars, 2013

Aníta Björt Bjarkarmeistari í hópfimleikum – Innanfélagsmót fimleikadeildar

Annar hluti Innanfélagsmóts fimleikadeildar fór fram um helgina.  Þá var m.a. keppt í einstaklingskeppni í hópfimleikum.

Sigurvegari og þar með Bjarkarmeistari í hópfimleikum 2013 varð Aníta Björt Sigurjónsdóttir en hún fékk samtals 41,0 stig fyrir æfingar sínar.  Aníta Björt átti afmæli þennan dag og fékk því auk farandbikars, sunginn fyrir sig afmælissönginn af um 100 áhorfendum sem mættir voru.  Í öðru sæti varð Sigrún Harpa Þórisdóttir með 39,8 stig og í 3. sæti kom svo Snædís Ósk Hjartardóttir með 39,55 stig.tn_500x_1818-0

Aðrir keppendur voru þær:
Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, 37,9 stig.
Hilda Steinunn Egilsdóttir, 37,7 stig.
Helga Húnfjörð Jósefsdóttir, 37,35 stig.
Yrsa Þorvarðardóttir, 36,3 stig.
Alda Björk Oddgeirsdóttir, 35,55 stig.