Fjör á Fimleikalíf!
Fjör á Fimleikalíf!
Í gær 1. maí fór fram mótið Fimleikalíf sem haldið er af Fimleikasambandi Íslands (FSÍ). Þetta var í fyrsta skiptið sem mót af þessu tagi er haldið fyrir tilstuðlan nefndar innan sambandsins sem heitir ´Fimleikar fyrir alla´. Á Fimleikalífi er keppt í hópatriðum.
Fimleikafélagið Björk tók þessari nýjun í mótahaldi fagnandi og sendi til þátttöku fjóra hópa (af sjö sem tóku þátt) þ.e. einn gaurahóp í fimleikum, einn parkor hóp og tvo Fitkid hópa. Mótið var mjög skemmtilegt og fjölbreytt og áhorfendur þó nokkuð margir. Fitkid hópurinn frá okkur varð í 2. sæti á mótinu og hinir tveir urðu í 3. sæti.
Vonandi eru mót sem þetta komin til að vera en þetta gefur auknum fjölda iðkenda í almennum fimleikum tækifæri á að sýna sig og sjá aðra.
Myndin sem fylgir frétt er af parkorhópnum Fimleikafélaginu Björk ásamt þjálfurum sem vakti mikla lukku.