Vorsýningar fimleikadeildar – Upplýsingar!

  • 21. maí, 2013

Vorsýningar fimleikadeildar – Upplýsingar!

Vorsýningar fimleikadeildar fara fram miðvikudaginn 22. maí til föstudagsins 24. maí.  Um er að ræða fimm sýningar:
Sýning nr. / Tími
1 / Miðvikudagur kl. 16.30-17.30
2 / Miðvikudagur kl. 18.15-19.15
3 / Fimmtudagur kl. 16.30-17.30
4 / Fimmtudagur kl. 18.15-19.15
5 / Föstudagur kl. 16.30-17.30

ATH!  Æfingar þriðjudaginn 21. maí verða skv. stundarskrám en þá daga sem vorsýningar fara fram falla allar æfingar niður hjá hópum í fimleikadeild vegna sýninganna.

Aðgangseyrir kr. 500,- frítt fyrir 14 ára og yngri.  Foreldrafélag fimleikadeildar ætlar að vera með grillaðar pylsur til sölu fyrir og eftir sýningar.

Vorsýning markar lok annar hjá iðkendum A-hópa í fimleikadeild.  Vonandi sjáum vð sem flesta aftur á haustönn.

Verðum með í sumar fjölbreytt og skemmtilegt leikjanámskeið sem og námskeið í þeim íþróttumsem stundaðar eru hjá félaginu.