Sumartími Íþróttamistöðvarinnar Björk – Lokað um helgina!

  • 24. maí, 2013

Sumartími Íþróttamistöðvarinnar Björk – Lokað um helgina!

Íþróttamiðstöðin Björk verður lokuð núna um helgina 25. – 26. maí.

Í júní og ágúst er húsið opið frá kl. 8.00 til 20.00 alla virka daga, lokað um helgar.  Húsið er jafnframt lokað frá 29. júní til 6. ágúst.

Allir hópar klifurdeildar, taekwondodeildar, almennngsdeildar og fimleikadeildar (nema V-og M hópa) eru komnir í sumarfrí eftir daginn í dag, 24. maí, nema þjálfarar hafi talað um annað við iðkendur og/eða forráðamenn hópa.

V- og M hópar (keppnishópar) fimleikadeildar halda áfram að æfa út júní og byrja að æfa frá 6. ágúst.  Sumarnámskeið félagsins hefjast 10. júni og eru í þrjár vikur í júni.  Þau hefjast svo á nýjan leik 6. ágúst og þá í tvær vikur.

GLEÐILEGT SUMAR!