Bjarkarstúlkur í æfingabúðum á Akureyri!

  • 6. júní, 2013

Bjarkarstúlkur í æfngabúðum á Akureyri!

Hópur frá fimleikadeild félagsins dvelur í þessai viku í æfingabúðum á Akureyri.  Um er að ræða um 40 stúlkur sem skipa keppnishópa félagsins í áhaldafimleikum og í hópfimleikum, ásamt þjálfurum.  Þær komu til æfinga í glæsilegri aðstöðu þeirra Akureyringa á mánudaginn síðastliðinn og dvelja fram á föstudag.

Hópurinn hefur verið sérlega heppinn með veður sem verið hefur óvenju gott undanfarna daga fyrir norðan.  Foreldrafélag fimleikadeildar hefur haft umsjón með skipulagningu ferðarinnar sem gengið hefur mjög vel í alla staði.

tn_500x_1849-0