Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Meiðsli settu strik í reikninginn!

  • 26. júlí, 2013

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Meiðsli settu strik í reikninginn!

Eins og áður hefur komið fram hér á fréttaveitunni tóku Bjarkarstúlkurnar Kristjana Ýr Kristinsdóttir og Steinunn Anna Svansdóttir, ásamt Sigríði Hrönn Bergþórsdóttur frá Gerplu, þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fór í borginni Utrecht í Hollandi dagana 14. – 19. júlí sl.

tn_500x_1858-0Því miður voru Bjarkarstúlkur óheppnar í undirbúningi sínum fyrir mótið og voru báðar meiddar á mótinu sjálfu.  Steinunn Anna gat ekki tekið þátt vegna meiðsla á hné sem hún hlaut í prufukeyrslu á keppnisstað tveimur dögum fyrir mót.  Kristjana Ýr gat tekið þátt á tveimur áhöldum, tvíslá og jafnvægisslá, þar sem henni gekk ágætlega, en vegna meiðsla á fæti gat hún ekki verið með á stökki og á gólfi.

Sigríður Hrönn stóð sig mjög vel og hafnaði í 59. sæti af rúmlega 80 keppendum í einstaklingskeppninni.  Vegna ofangreindra meiðsla var íslenska liðið ekki með í liðakeppninni.