Haustönn komin á fulla ferð!

  • 11. september, 2013

Haustönn komin á fulla ferð!

tn_500x_1881-0Haustönnin hjá Fimleikafélaginu Björk er komin á fulla ferð.  Hópar eru að taka á sig endanlega mynd og þjálfarar klárir í öllum stöðum.

Aðsókn í deildir félagsins eru góð og greinilegt að krakkarnir eru spenntir að hreyfa sig og læra hinar ýmsu íþróttagreinar í vetur.  Aðsókn í yngstu hópana í Fimleikadeild hefur verið sérlega mikil og því miður höfum við enn ekki náð að koma öllum inn í hópa sem vilja æfa.  Sömuleiðis hefur ekki verið auðvelt að manna þjálfarastöður í öllum hópum í fimleikadeild, en sem betur fer gekk það að lokum.

Töluvert meiri ásókn hefur verið í Parkor en áætlað var og höfum við þurft að fjölga hópum úr tveimur í þrjá.  Eftir samþykkt á síðasta þingi Fimleikasambands Íslands (FSÍ) er Parkor nú hluti af sýningarfimleikum og því komin innan vébanda FSÍ.  Parkorhópar eru því á ábyrgð stjórnar Fimleikadeildar núna frá haustönn.

Aðsókn í aðrar íþróttagreinar sem stundaðar eru hjá félaginu er einnig mjög góð s.s. í klifur, Taekwondo og í Fitkid.

Við hjá Fimleikafélaginu Björk óskum iðkendum góðs gengis á nýrri önn og vonumst áfram eftir góðum samskiptum við forráðamenn.