Flott frammistaða á Haustmóti I – Fimleikar

  • 30. október, 2013

Flott frammistaða á Haustmóti I – Fimleikar

Um liðna helgi fór fram í glæsilegu fimleikahúsi þeirra Akureyringa Haustmót I í áhaldafimleikum.  Á þessu móti var keppt í 5., 4. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans, bæði hjá stúlkum og piltum.  Þátttakendur á mótinu voru 278 talsins, 232 stúlkur og 46 piltar, og komu frá 9 félögum.  FIMAK á hrós skilið fyrir framkvæmd mótsins.  Iðkendur voru studdir af fjölda áhorfenda.

Keppendur frá Fimleikafélaginu Björk, 10 piltar og 20 stúlkur, stóðu sig frábærlega og héldu í lok helgar heim á leið með fjöldan allan af verðlaunum.  Sigurvegarar í fjölþraut í sínu þrepi og aldursflokki voru þau Vigdís Pálmadóttir (3. þrep, 10 ára), Ragna Dúa Þórsdóttir (3. þrep, 13 ára og eldri) og Bergþóra Karen Jónasdóttir (4. þrep, 13 ára og eldri).  Keppendur frá Björk voru þau:

tn_500x_1913-0Vigfús Haukur Hauksson (4.þrep 9-10 ára), silfur á stökki og tvíslá, og brons í hringjum og svifrá, silfur í fjölþraut.
Helgi Valur Ingólfsson (4.þrep 11 ára og eldri), gull á tvíslá og svifrá, 4. sæti fjölþraut.
Einar Dagur Blandon (4.þrep 11 ára og eldri), silfur á gólfi og í hringjum, brons á boga, brons í fjölþraut.
Steinar Þór Harðarson (4.þrep 11 ára og eldri), gull á stökki, 8. sæti fjölþraut.
Brynjar Ari Magnússon (5.þrep 9 ára), silfur á boga og á tvíslá, 7. sæti fjölþraut.
Ísar Máni Ellertsson (5.þrep 9 ára), silfur á stökki, 4. sæti fjölþraut.
Óskar Ísak Guðjónsson (5.þrep 9 ára), brons á stökki, silfur á svifrá, 6.sæti fjölþraut.
Ágúst Blær Markússon (5. þrep 10 ára), silfur á hringjum og brons á tvíslá og í fjölþraut.
Steindór Máni Auðunsson (5. þrep 10 ára), gull á gólfi, stökki og tvíslá, brons á svifrá og silfur í fjölþaut.
Embla Guðmundsdóttir (3.þrep 9 ára), brons á öllum áhöldum og brons í fjölþraut.
Guðrún Edda Min Harðardóttir (3.þrep 9 ára), gull á jafnvægisslá og á gólfi, silfur á stökki og tvíslá og silfur í fjölþraut.
Emilía Björt Sigurjónsdóttir (3.þrep 10 ára), silfur á tvíslá, brons á jafnvægisslá og 4. sæti fjölþraut.
Freyja Sævarsdóttir (3.þrep 10 ára), gull á tvíslá, brons á gólfi og brons í fjölþraut.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (3.þrep 10 ára), silfur á gólfi og brons í fjölþraut.
Vigdís Pálmadóttir (3.þrep 10 ára), gull á stökki, silfur á slá, brons á tvíslá og gull í fjölþraut.
Elín Ragnarsdóttir (3.þrep 11 ára), 8. sæti stökk.
Jóhanna Kristjánsdóttir (3.þrep 11 ára), silfur á gólfi og 5. sæti í fjölþraut.
Ragna Dúa Þórsdóttir (3.þrep 13 ára og eldri), gull á tvíslá, silfur á stökki og brons á slá, gull í fjölþraut.
Helena Hauksdóttir (4.þrep 9 ára), 8. sæti í fjölþraut.
Birta Líf Hannesdóttir (4.þrep 10 ára), 10. sæti í fjölþraut.
Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir (4.þrep 10 ára), gull á stökki og silfur á gólfi, 5.sæti fjölþraut.
Karólína Lýðsdóttir (4.þrep 10 ára),  19.sæti í fjölþraut.
Sara Sóley Jankovic (4.þrep 11 ára), 14.sæti í fjölþraut.
Þórdís Lilja Ólafsdóttir (4.þrep 12 ára), 11.sæti í fjölþraut.
Bergþóra Karen Jónasdóttir (4.þrep 13 ára og eldri), gull á stökki, silfur á tvíslá, slá og gólfi, gull í fjölþraut.
Eva Elínbjört Guðjónsdóttir (5.þrep 9 ára), 27.sæti í fjölþraut.
Brynhildur Eva Kristinsdóttir (5.þrep 9 ára), 7.sæti (verðlaunasæti) í fjölþaut.
Hildur Sóley Káradóttir (5.þrep 9 ára), 22.sæti í fjölþraut.
Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir (5.þrep 9 ára), 21.sæti í fjölþraut.
Sigurlaug Birna Garðarsdóttir (5.þrep 10 ára), brons á gólfi og brons í fjölþraut.

Öll úrslit frá Haustmóti I er að finna hér!

Myndin sem fylgir frétt er af stúlkunum sem kepptu í 3.þrepi og þjálfurum þeirra.