Lok haustannar og upphaf vorannar 2014!

  • 6. desember, 2013

Lok haustannar og upphaf vorannar 2014!

tn_500x_1924-0Haustönn 2013 hjá Fimleikafélaginu Björk lýkur í vikunni 15. til 20. desember.  Þetta á við um alla hópa félagsins, nema keppnishópa sem æfa samkvæmt tímatöflu umsjónaraðila deilda fram að upphafi vorannar.

Hjá Fimleikadeild markar jólasýning lokadag annar og því engar æfingar eftir þær sýningar.  Upplýsingar um síðastu æfingu haustannar hjá Klifurdeild, Taekwondodeild og í Fitkid munu berast forráðamönnum frá umsjónaraðilum eða þjálfurum á næstu dögum.

ATH!  Vorönn 2014:  Við gerum ráð fyrir öllum iðkendum áfram á vorönn 2014, nema forráðamenn  láti okkur vita að þeirra barn muni ekki þiggja pláss áfram á vorönn 2014.  Það þarf því ekki að skrá barnið áfram á vorönn.  Ef ykkar barn ætlar ekki að halda áfram á vorönn sendið okkur tölvupóst þess efnis á fbjork@fbjork.is, í síðasta lagi föstudaginn 27. des.

Gert er ráð fyrir því að tímatöflur haldi sér milli haust- og vorannar.  Þó er mögulegt að það þurfi að gera einhverjar breytingar.  Ef svo er látum við vita fyrir jól.  Staðfesting á tímatöflum og öðrum nauðsynlegum upplýsingum um hópa á vorönn 2014 munu verða sendar á forráðamenn í síðasta lagi föstudaginn 3. janúar.