Þrepamót FSÍ næstu helgi – Upplýsingar!
Þrepamót FSÍ næstu helgi – Upplýsingar!
Þrepamót Fimleikasambands Íslands (FSÍ) í 4. og 5. þrepi pilta og stúlkna fer fram í Íþróttamiðstöðinni Björk næstu helgi, þ.e. frá föstudeginum 31. janúar til sunnudagsins 2. febrúar.
Von er á um 370 keppendum frá 9 félögum. Mótið fer fram í sjö mótshlutum, sá fyrsti á föstudeginum (kl. 16.50-19.40) og sá síðasti á sunnudeginum (kl. 15.10-18.20).
Aðgangseyrir að mótinu er kr. 1.000,-, frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Allir velkomnir!
ATH! Hægt að kaupa miða með því að millifæra á félagið (Rnr. 544-04-200757, kt. 550110-1130). Prentið út kvittun og sýnið við inngang í sal.
Gestir athugið að næg bílastæði eru norðan megin við húsið sem og á bílastæðalóð Iðnskólans sem einnig er norð-vestan við húsið.