Vigdís efst á palli! – Þrepamót FSÍ

  • 9. febrúar, 2014

Vigdís efst á palli! – Þrepamót FSÍ

Þrepamót FSÍ, hluti II, fór fram núna um helgina hjá Ármenningum.  Að þessu sinni var keppt í 1., 2. og 3. þrepi pilta og stúlkna.

tn_500x_1948-0Keppendur að þessu sinni voru 120 talsins og komu frá 9 félögum.  Þar af komu frá Fimleikafélaginu Björk 17 keppendur, og voru þau öll, venju samkvæmt, félagi sínu til mikils sóma.  Vigdís Pálmadóttir (sjá mynd) sigraði í fjölþraut í 2. þrepi stúlkna, 13 ára og yngri.  Auk þess varð hún í 2. sæti á jafnvægisslá og tvíslá, og í 3. sæti á stökki.  Aðrir keppendur frá Björk voru sem hér segir:

Sara Mist Arnar, 2. þrep 13 ára og yngri, 3. sæti tvíslá, og 8. sæti í fjölþraut.
Auður Lára Mei Sigurðardóttir, 2. þrep 13 ára og yngri, 3. sæti á slá, og 6. sæti í fjölþraut.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 2. þrep 13 ára og yngri, 9. sæti í fjölþraut.
Guðný Björk Stefánsdóttir, 2. þrep 13 ára og yngri, 3. sæti á gólfi, og 7. sæti í fjölþraut.
Margrét Lea Kristinsdóttir, 1. þrep 14 ára og yngri, 2. sæti á stökki og gólfi, 3. sæti tvíslá, og 2. sæti í fjölþraut.
Orri Geir Andrésson, 1. þrep 13 ára og yngri, 5. sæti í fjölþraut.
Breki Snorrason, 1. þrep 13 ára og yngri, 2. sæti á svifrá og hringir, 3. sæti á tvíslá, og 4. sæti í fjölþraut.
Fannar Logi Hannesson,  1. þrep 13 ára og yngri, 2. sæti gólf, 3. sæti bogi, stökk og svifrá, og 3. sæti í fjölþraut.
Stefán Ingvarsson, 1. þrep 14 ára og eldri, 1. sæti svifrá, 2. sæti tvíslá, 3. sæti stökk, og 3. sæti í fjölþraut.
Ragna Dúa Þórsdóttir, 3. þrep 14 ára og eldri, 1. sæti tvíslá.
Jóhanna Kristjánsdóttir, 8. sæti í fjölþraut.
Elín Ragnarsdóttir, 13. sæti í fjölþraut.
Freyja Sævarsdóttir, 3. þrep 11 ára, 6. sæti í fjölþraut.
Emilía Björt Sigurjónsdóttir, 1. sæti stökk, 2. sæti gólf, og 3. sæti í fjölþraut.
Embla Guðmundsdóttir, 3. þrep 10 ára, 2. sæti stökk og tvíslá, 3. sæti slá og gólf, og 2. sæti í fjölþraut.
Guðrún Edda Min Harðardóttir, 3. þrep 10 ára, 3. sæti stökk, tvíslá og gólf, 2. sæti slá, og 3. sæti í fjölþraut.

sjá úrslit af mótinu hér