Aðalfundur Klifurdeildar Fimleikafélagsins Björk
Aðalfundur klifurdeildar
FUNDARBOÐ
Haldinn fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 20:00 í Félagsheimili félagsins að Haukahrauni 1
Fundurinn er haldinn í samræmi við lög félagsins og dagskrá fundarins verður sem hér segir:
- Fundarsetning og ávarp formanns.
- Kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Staðfest lögmæti fundarins.
- Kannað kjörgengi fundarmanna.
- Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram!
- Skýrsla aðalstjórnar.
- Reikningar félagsins.
- Umræður um skýrslur.
- Reikningar bornir undir atkvæði.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnarmanna og varamanns.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Allir félagar hafa rétt til eins atkvæðis á aðalfundi deildarinnar. Félaga yngri en 16 ára er ekki heimilt að greiða atkvæði á aðalfundi, en foreldri eða forráðamanni er heimilt að greiða atkvæði í stað barnsins. Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi félagsins.
Fh stjórnar klifurdeildarinnar
Sigríður Kr.Hafþórsdóttir
Formaður.