Bikarmót pilta í 4. og 5. þrepi næstu helgi!
Bikarmót pilta í 4. og 5. þrepi næstu helgi!
Bikarmót FSÍ hjá piltum í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans fer fram í Íþróttamiðstöðinni Björk næstkomandi laugardag.
Fyrri hluti mótsins hefst kl. 8.50 þegar piltarnir í 5. þrepi keppa og seinni hluti mótsins hefst síðan kl. 13.45 með keppni pilta í 4. þrepi.
5. og 4. þrepið er fyrsta og annað stig íslenska fimleikastigans sem ungir iðkendur byrja að keppa á. Lið og einstaklingar frá Gerplu, Ármanni, Keflavík, Gróttu, FIMAK á Akureyri, Fylki, Fjölni og frá Björk mæta til leiks.
Stelpuhluti mótsins fer fram í Ásgarði í Garðabæ (hjá Stjörnunni). Þar eru Bjarkirnar með tvö lið í 5. þrepi og eitt í 4. þrepi. Upplýsingar um það mót er einnig að finna með því að smella á sama tengil (sjá hér að ofan).