Bergþóra Íslandsmeistari í 4. þrepi – Íslandsmótið í þrepum

  • 7. apríl, 2014

Bergþóra Íslandsmeistari í 4. þrepi – Íslandsmótið í þrepum

Seinni hluti Íslandsmóts í þrepum fór fram á Akureyri síðastliðinn laugardag.  Keppt var um Íslandsmeistaratitla í 3., 4. og 5. þrepi pilta og stúlkna.

Bjarkarstúlkan Bergþóra Karen Jónasdóttir var með hæstu einkunn allra í 4. þrepi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í því þrepi.  Glæsilegur árangur það.  Auk þess sigraði Bergþóra í aldursflokki 14 ára og eldri.

Fleiri keppendur frá Björk stigu á verðlaunapall.  Ragna Dúa Þórsdóttir sigraði í aldursflokknum 14 ára í 3. þrepi.  Embla Guðmundsdóttir varð í 2. sæti og Guðrún Edda Min Harðardóttir í 3. sæti, en báðar kepptu þær í 3. þrepi 10 ára.  Freyja Sævarsdóttir varð í 3. sæti í 3. þrepi 11 ára.  Birta Líf Hannesdóttir varð í 3. sæti og Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir í 4. sæti, en báðar kepptu í 4. þrepi 11 ára, en veitt voru verðlaun þar uppí 5. sæti sökum fjölda keppenda.  Óskar Ísak Guðjónsson náði 3. sæti í 5. þrepi 10 ára, Ágúst Blær Markússon hafnaði í 3. sæti í 5. þrepi 11 ára og Helgi Valur Ingólfsson varð í 3. sæti í 4. þrepi pilta.

tn_500x_1972-0

Aðrir þátttakendur frá Björk sem stóðu sig svo frábærlega voru þau:
Jóhanna Kristjánsdóttir, 3. þrep 12 ára, 5. sæti.
Karólína Lýðsdóttir, 4. þrep 11 ára, 8. sæti.
María Valgarðsdóttir, 4. þrep 12 ára, 4. sæti.
Vigfús Haukur Hauksson, 4. þrep, 4. sæti.
Einar Dagur Blandon, 4. þrep, 5. sæti.
Ísar Máni Ellertsson, 5. þrep 10 ára og yngri, 7. sæti.
Benedikt Pétursson, 5. þrep 11 ára, 5. sæti.
Steindór Máni Auðundsson, 5. þrep 11 ára,  6. sæti.
Svavar Valsson, 5. þrep 11 ára,  8. sæti.
Kolbrún Garðarsdóttir, 5. þrep 9 ára, 15. sæti.
Lára Dís Þórðardóttir, 5. þrep 9 ára, 25. sæti.
Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, 5. þrep 10 ára, 20. sæti.
Brynhildur Eva Kristinsdóttir, 5. þrep 10 ára, 19. sæti.
Hildur Sóley Káradóttir, 5. þrep 10 ára, 21. sæti.
Aníta Ósk Hilmarsdóttir, 5. þrep 11 ára, 14. sæti.
Sigurlaug Birna Garðarsdóttir, 5. þrep 11 ára, 6. sæti.

Öll úrslit hér