Ponsumótið 2014 – Haldið í Björk á Sumardaginn fyrsta!

  • 21. apríl, 2014

Ponsumótið 2014 – Haldið í Björk á Sumardaginn fyrsta!

tn_500x_1978-0Ponsumótið 2014 verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk fimmtudag, 24. apríl, sem er Sumardagurinn fyrsti.  Til leiks eru skráðar um 280 stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára.

Ponsumót er vinamót þriggja fimleikafélaga, þ.e. Fimleikafélagsins Björk, Stjörnunnar og Keflavíkur.  Mótið er haldið árlega og félögin skiptast á að sjá um framkvæmd þess.  Mótið er hugsað fyrir stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu skref á fimleikamótum og eru þá farnar að gera 8., 7. og 6. þrep.

Aðgangseyrir að mótinu er kr. 500,- fyrir fólk 15 ára og eldri.  Allir velkomnir!

Skipulag mótsins í ár:

I. hluti
Kl. 8.15-10.45
Keppt í 8. þrepi, 6 ára

 

II. hluti Kl. 11.30-14.00
Keppt í 8. þrepi, 7-8 ára

III. hluti
Kl. 15.00-18.00
Keppt í 7. þrepi, 6-8 ára og í 6. þrepi, 6-9 ára.

Tilkynning um mótið hér