Kristjana Ýr keppir á Evrópumótinu! – Liðið hafnaði í 24. sæti
Kristjana Ýr keppir á Evrópumótinu! – Liðið hafnaði í 24. sæti
Bjarkarstúlkan Kristjana Ýr Kristinsdóttir, sem um daginn tryggði sér Deildarmeistatitil FSÍ eftir besta árangur keppenda samanlagt á fimleikamótum vetrarins, hefur á morgun (miðvikudag) keppni á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Sofiu í Búlgaríu.
Kristjana Ýr keppir með landsliði Íslands í unglingaflokki en á fimmtudag fer síðan fram keppni í fullorðinsflokki en þar teflir Ísland einnig fram fullu liði.
Það verður gaman að fylgjast með íslensku stúlkunum í landsliðinu.
Úrslit af mótinu:
Íslenska unglingalandsliðið hafnaði í 24. sæti af 27 þjóðum. Kristjana tók þátt í keppni á þremur áhöldum og stóð sig með prýði. Sjá öll úrslit úr keppni kvenna hér: http://www.ueg.org/media/results/758/2014%20WAG%20ECh_Media_Book.pdf
Myndin sem fylgir fréttinni er af unglingalandsliði Íslands en Kristjana Ýr er lengst til vinstri á