Vorsýningar Fimleikadeildar í næstu viku!

  • 16. maí, 2014

Vorsýningar Fimleikadeildar í næstu viku!tn_500x_1992-0

Vorsýningar Fimleikadeildar fara fram í næstu viku, frá miðvikudegi fram á föstudag.  Þær verða 5 talsins, fyrstu tvær fara fram á miðvikudeginum 21. maí kl. 17.00-18.00 og 19.00-20.00.  Sýningar 3 og 4 fara fram daginn (sami tími) og síðasta sýning verður síðan á föstudeginum kl. 17.00-18.00.

Þema sýninganna að þessu sinni er söngleikir.  Aðgangseyrir kr. 500,- per mann, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Athugið að allar æfingar hjá Fimleikadeild falla niður þá daga sem vorsýningar fara fram.  Vorsýningar marka lok vorannar og það verða því engar fleiri æfingar eftir sýningar.