Vormót í hópfimleikum – Bjarkarstúlkur á palli!

  • 24. maí, 2014

Vormót í hópfimleikum – Bjarkarstúlkur á palli!

Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram síðastliðna helgi á Akureyri.  Um var að ræða keppni í 2. til 5. flokki.

Stúlkurnar í meistarahóp félagsins í hópfimleikum tóku þar þátt og stóðu sig frábærlega.  Þær höfnuðu í 2. sæti í 3. flokki B-liða, rétt á eftir stúlkunum frá Akureyri.

Sjá öll úrslit hér:http://fimleikasamband.is/index.php/mot/urslit/item/429-úrslit-%C3%AD-fyrsta-hluta-vormóts-2014

Myndin sem fylgir fréttinni er af hópnum ásamt þjálfurum þeirra, með medalíurnar um hálsinn strax eftir mótið fyrir norðan.

tn_500x_2000-0