Skráning á haustönn 2014!
Innskráning á haustönn 2014 er hafin. Forráðamenn iðkenda sem ekki hafa nú þegar forskráð börnin sín í hópa sl. eru beðnir um að fara inná Nóra skráningar- og greiðslukerfið, einnig hægt að fara í gegnum mínar síður á vef Hafnarfjarðarbæjar, til að skrá barnið sitt.
ATH! Hægt er að skrá inn eftir að önnin hefst í möppu sem kallast ‘Innskráning’ en þá fara iðkendur mjög líklega inná biðlista en haft verður samband við forráðamenn um leið og hægt er að bæta við í hópa.
Haustönn hjá öllum almennum hópum félagsins hefst samkvæmt stundarskrám miðvikudaginn 3. september. Stundarskrár og allar nauðsynlegar upplýsingar um hóp iðkenda verða sendar á forráðamenn eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi í lokaviku ágústmánaðar.
Upplýsingar um Nóra skráningarkerfið:
Þegar komið er inn á Nóra kerfið geta forráðamenn valið þá íþrótt sem í boði er hjá félaginu fyrir barnið. Athugið að með því að skrá barnið í innskráningu er forráðamaður að staðfesta að barnið vilji komast að í hóp og æfa tiltekna íþrótt hjá félaginu. Við munum síðan í ágúst vinna í því að finna hóp sem hentar barninu. Við getum ekki lofað því að allir nýskráðir iðkendur komist að í hóp en munum að sjálfsögðu reyna. Undanfarin ár höfum við þurft að hafa biðlista í leikskólahópum (3-4ra ára) og einnig að hluta til í forskólahópum (5 ára), í Fimleikadeild.